Skilgreining
Starf bókbindara snýst um lokafrágang á öllu prentuðu efni og felst að miklu leyti í vinnu við brot í tölvustýrðum brotvélum, vinnu við skurðarhnífa og síðan við handbókband. Bókbindarinn á að geta veitt faglega ráðgjöf um hvernig best og hagkvæmast er að vinna og ganga frá prentgripum, um efnisval og aðra þætti er lúta að bókbandi. Rétt til starfa í bókbandi hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í bókbandi sem iðnaðarráðherra gefur út.