Skilgreining
Matreiðslumaður matreiðir allan mat sem á boðstólum er á hótelum, veitingahúsum, í mötuneytum, félagsheimilum og á öllum stöðum öðrum þar sem matreiðsla fer fram í atvinnuskyni. Á þeim stöðum þar sem framreiðsla er innt af hendi til gesta gengur matreiðslumaður frá mat í hendur framreiðslumanns í eldhúsi, eða býtibúri, eftir því sem við á. Matreiðslumaður sér um undirbúning matreiðslu, matreiðir og gengur frá að loknu starfi samkvæmt góðum, faglegum venjum. Rétt til starfa í matreiðslu hafa þeim sem leyst hafa til sín sveinsbréf í matreiðslu sem iðnaðarráðherra gefur út.