Skilgreining
Rafvélavirkjar starfa á verkstæðum, í farartækjum á sjó og landi, í heild- og raftækjaverslunum, í iðnfyrirtækjum eða iðjuverum við uppsetningu, viðhald og viðgerðir véla til raforkuframleiðslu, rafknúinna véla og rafbúnaðar. Rétt til starfa í rafvélavirkjun eiga þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í rafvélavirkjun sem iðnaðarráðherra gefur út.