Skilgreining
Gull- og silfursmiðir starfa yfirleitt á gullsmíðaverkstæðum sem tengjast verslunarstarfsemi. Þeir hanna, smíða og gera við skartgripi og nytjahluti úr gulli, silfri og öðrum málmum. Rétt til starfa í gull- og silfursmíði hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf sem iðnaðarráðherra gefur út.