Skilgreining
Hársnyrtifólk starfar á hársnyrtistofum og veitir alhliða þjónustu sem þar býðst, svo sem hárþvott, klippingar, greiðslur, blástur, permanent, litun og rakstur. Rétt til starfa í hársnyrtiiðn hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í hársnyrtiiðn sem iðnaðarráðherra gefur út.