Skilgreining
Ljósmyndari vinnur við blöð og aðra fjölmiðla, við skrásetningu upplýsinga, vísinda- og heimildavinnu eða annars staðar þar sem nota á myndefni til að koma boðskap til skila á faglegan hátt. Í grundvallaratriðum er þó um tvö meginsvið að ræða: stúdíómyndatöku og myndatöku á vettvangi. Þessi svið skarast auk þess á ýmsa vegu þegar stúdíóbúnaður er notaður við myndatöku á vettvangi. Rétt til starfa í ljósmyndun hafa þeir sem leyst hafa til sín sveinsbréf í ljósmyndun sem iðnaðarráðherra gefur út.