Skilgreining
Starfsvettvangur félagsliða spannar mjög vítt svið og má þar nefna sérhæfða þjónustu í formi aðstoðar og umönnunar við börn og unglinga í félagslegum vanda, þjónustu við fötluð börn og unglinga, og börn og unglinga sem eru með geðraskanir. Starfið felur einnig í sér aðstoð og umönnun einstaklinga og fjölskyldna vegna sjúkdóma eða fötlunar og síðast en ekki síst veita félagsliðar öldruðum þjónustu og annast um þá.